jæja nú er litla tíkin mín orðin rúmlega tveggja og hálf mánaðar gömul. og þannig er mál með vexti að hún er held ég orðin gersamlega límd við rassinn á mér. ég var að pæla á hvaða aldri er best að byrja að skilja hana aðeins eftir eina. bara í kannski sona 1-3 klst, gaman að geta skroppið í bíó eða eitthvað svoleiss ;) er of snemmt að byrja að venja hana sona smátt og smátt við það að vera ein strax? og hvernig kennir manni henni að vera ein, hún bara einfaldlega virðist ekki kunna það finnst mér. hún þarf að lúlla í fanginu mínu, getur ekki lúllað á gólfinu í bæli. reyndar sefur hún í búri á nóttinni en henni finnst alls ekkert skemmtilegt að fara þangað inn að lúlla, ekki jafn hlýtt. hún þarf helst að vera vafin inn í sæng í fanginu mínu. líka alltaf þegar hún nagar beinin sín nagar hún þau helst ofan á fætinum mínum, líka skemmtilegast að leika með dótið þar sko! mjög þæginlegt þegar hún óvart bítur í fótinn á mér í staðinn fyrir leikfangið/beinið, hvernig venur maður hana af svoleiðis óvitaskap? ég læt hana ekki finna að ég sé reið þegar þetta gerist bara færi hana af nýja leikfanginu(fætinum mínum). hvernig er best að venja hana á það að hún geti alveg verið í hinum endanum á stofunni og liðið vel?
og svo svona að lokum, hvaða hvolpanámskeiðum mælið þið með?