Ég á við vandamál að stríða. Ég á einn íslenskan hund sem ætlar ekki að hætta að vera óþekkur. Alltaf þegar við fjölskyldan förum í vinnuna/skólann á morgnanna þá titrar hann af hræðslu sem er kannski skiljanlegt en þegar maður kemur heim er þá ekki hundurinn bara búinn að skrapa alla málninguna af svalar hurðinni. Hann er búinn að vera gera þetta dálítið oft og er það farið að pirra okkur fjölskylduna. Áður hafði hann verið að komast út um þennan pínulitla glugga sem kötturinn rétt kemst út.

En hvað er til ráða? Á maður að fá sér stórt búr og hafa hann bara inn í því allan daginn þegar enginn fjölskyldumeðlimur er heima eða hvað? Endilega hjálpið mér og fjölskyldu minni með þetta leiðinlega vandamál.

Kveðja, gugni.
Rover Mini ‘95