Ég og mamman mín erum byrjuð á hundanámskeiði. Við erum búin að fara 2 svar og það er alveg ógeðslega gaman. Við erum átta hundar og ég er eini blendingurinn. Hundarnir eru allir rosalega fínir og margir stórir og einn alveg pínulítill tjúi. Stundum er okkur sleppt og þá meigum við leika okkur saman, en ég verð svo hræddur við stærstu hundana að ég fel mig bak við mömmu mína, en það er alltílagi því ég verð alltaf frakkari og frakkari í hverjum tíma, bráðum get ég leikið mér alveg einn:) Ég er búin að læra að sitja og liggja og koma þegar foreldrar okkar kalla. Konan sem stjórnar tekur mig oft til þess að sýna því ég er svo þægur og þá verður mamma ógeðslega stolt af mér, en auðvitað eru líka hinir hundarnir teknir líka en ég er samt rosalega duglegur. Svo æfum við okkur alla vikuna á því sem við lærum og komum svo aftur í hverri viku alveg tilbúin í það næsta sem við erum að fara læra:)
Kveðja Bassi<br><br>Kveðja Sigga
————————————————
Stundaðu vinnu þína eins og þú þurfir ekki á peningunum að halda.
Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð/ur.
Dansaðu eins og enginn sjái til þín.
Kveðja Sigga