Ég er ein af þeim sem finnst grimmilegt að klæða hunda í föt. Ég rakst á grein hérna frá konu sem er farin að hekla eða prjóna föt á hunda. Þið þarna úti sem eruð að klæða hundana ykkar í föt, og sérstaklega þið sem eruð að klæða hundana ykkar í allskonar grímubúninga, haldiði virkilega að þeim þyki þetta gott eða þægilegt? Ég hef gert smá rannsókn og skoðað myndir af hundum í fötum og grímubúningum og ég sé ekki betur en að aumingja hundarnir séu að deyja úr skömm. Hundar eru líka tilfinningaverur eins og við og öll önnur spendýr og þeim, allavega lang lang flestum finnst þetta neyðarlegt og óþolandi þess vegna vona ég að þið sem farið svona illa með hundana ykkar, sjáið að ykkur og hættið því sem þið eruð að gera:(!!!

Kv. Samtök gegn hundafötum.