Hann Sómi minn er til tómra vandræða þessa dagana, það eru svo mikil hvolpalæti í honum að það stór sér á öllum fjölskyldumeðlimum, þó sérstaklega þeim yngsta Hann Sómi er bara 12.vikna og hann ræðst svoleiðis á handleggina og fæturnar á stráknum mínum sem er 1 1/2 árs að ég get varla leyft stráknum að leika sér einum. Núna síðast beit Sómi hann það fast að strákurinn fékk djúpa blóðuga rispu á handlegginn.

Ég geri mér fullkomlega ljóst að svona leika hvolpar sér, en hvernig á ég að taka á þessu? Það hlýtur að vera hægt að minnka þetta eitthvað? Hundurinn greinilega elskar strákinn rosalega og þeir eru talsverðir félagar, en ég er ekki sátt við að strákurinn sé alltaf stórskaddaður eftir að þeir eru búnir að leika sér. Einhver ráð?<br><br>Kv. EstHer

<font color=“navyBlue”><a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=EstHerP“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:esther1@simnet.is“>esther1@simnet.is</a>

Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/tiska“>Tíska & útlit</a>, <a href=”http://www.hugi.is/bornin“>Börnin okkar</a>, <a href=”http://www.hugi.is/romantik“>Rómantík</a> og <a href=”http://www.hugi.is/bornin">Heimilið</a></font
Kv. EstHer