Tengdaforeldrar mínir eiga golden retriver tíkur eina 10ára og dóttir hennar sem er 6ára . Núna seinustu vikur hafa þær verið á lóðaríi en það blæddi svo rosalega mikið úr þeirri gömlu. Sú yngir hún Birta er búin að vera alveg svaka stressuð og skrýtin seinustu daga. Svo fór Tápa að æla líka og vera svoldið slöpp í gærkveldi og við ákváðum að hringja á dýraspítalann í fyrramálið(í morgun). Svo þegar ég vakna i morgun og hleypi þeirri gömlu út á ælir hún alveg rosa mikið, ég hringdi á tengdapabbar og sagði honum frá þessu og náði í hana og for beint uppá dýraspitala. Þar var sett hana beint í aðgerð því legið á henni sem átti að vera 200 gr var 2 KÍLÓ. Og dýralæknirinn sagði að það hefði ekki mátt vera neitt seinna komið með hana. Ég er svo fegin að hafa hringt en ekki bara sagt við sjálfa mig að þetta væri bara einhver kveisa ! Hún er ennþá svoldið rænulaus greyið en þetta á að vera allt í lagi :)