Hvernig fannst ykkur nýju hundarnir sem voru í sýningunni um helgina?
Það voru sem sagt Afgan hound, Shar Pei, Jack Russell Terrier og Japanise Spitz sem voru “frumsýndir” í dag (6.okt).

Mér fannst Jack Russel-inn lang sætastur! En hann vann því miður ekki besti hundur tegunahóps :(
Svo voru Siberian Husky bara töff!
Og sáuð þið papillon hundinn sem komst í úrslit besti hundur tegundahópar, hann var algjört æði. Rosalega flottur.

Ég náði því miður ekki að sjá hver varð Besti hundur sýningar því ég þurfti að fara þegar klukkan var orðin rúmlega 5.
Veit einhver hver varð Besti Hundur Sýningar?

Svo var kona sem átti að sýna Japanese chin og hún kom óvart með vitlausan hund (Cavalier) inn á. Það átti nefninlega að sýna hennar Jap. Chin aftur en hún fattaði það ekki eða eitthvað. Svo var hún kölluð upp. Konan sem lýsti sýningunni var rosalega leiðinleg við hana því þegar konan kom inn með vitlausan hund (bara búin að stíga nokkur skref inn) þá sagði hún geðveikt hneyksluð í míkrafóninn:
,,Halló!! Japanese Chin EKKI Cavalier!"
og eitthvað. Aumingja konan hljóp til baka og náði í réttan hund. Var alveg eins og fífl, en konan sem lýsti sýningunni þurfti ekki að vera svona leiðinleg svo var hún líka að kvarta yfir því að tónlistin var of há og eitthvað fleira! Annan kynni næst,takk!

Það var orðið troðin höllin í lokin og ég var heppin að ná góðu sæti. ÉG kom rétt fyrir kl.12 og var til rúmlega 5.
Það sat kona við hliðiná mér með bara SÆTASTA Chihuahua ever! Hann var 4 mánaða, brúnn og fallegasti Cjúi sem ég hef séð! :)

Annars var keppnin alveg hreint fín!
Allir hundarnir rosa duglegir. Svo stóðu ungusýnendurnir sig alveg hreint frábærlega! Í hlénu sýndu ungir sýnendur hundana gera hundafimi. Hoppa í gegnum hringi, hlaupa inn í göng ofl. Alveg frábært.
En hvað fannst ykkur sem fóruð?