Sjötta skilningarvitið Finnst ykkur stundum einsog hundurinn viti nákvæmlega þegar þið ætlið út með hann eða þegar þið eruð að fara að gefa honum að éta? Hef einnig heyrt um hunda sem vita áður en eigendur þeirra koma heim, þeir bara finna það á sér þegar þeir eru að koma, og hunda sem aðvara eigendur sína áður en þeir fá aðsvif eða köst einhverskonar.
Þetta er ekkert annað en sjötta skilningarvitið!?

Ég hef tekið eftir þessu með minn þegar ég ákveð að fara með hann í labbitúr, það er bara einsog hann viti stundum að ég sé að fara með hann út en ekki bara að standa upp til þess að fara á klósettið eða eitthvað. Þeir bara lesa einhvernveginn í líkamstjáningu okkar.

Svo annað…
Ég hef verið að lesa að það sé verið að nota hunda í að þefa uppi krabbamein… !!! Satt! Las þetta í hundabók eftir Bruce Fogle og svo var þáttur um þetta á Animal Planet. Ein kona var búin að fara til tveggja lækna að fá álit á fæðingarbletti sem henni fannst grunsamlegur og þeir sögðu að það væri ekkert að. Þá var henni sagt frá hundi sem fann svo meinið í henni. Þetta er ótrúlegt!

Ég legg svolítið leið mína í hólfin í Öskjuhlíðinni og vil bara minna hundaeigendur á að pikka upp skítinn eftir hundana sína! Það er ekki sjón að sjá svæðið um þessar mundir. Er virkilega svona erfitt að muna að hafa poka í vasanum eða að beygja sig niður, er það málið? *pínu-hneyksl*

P.s. Myndin er að Gordon Setter.