Heil og sæl elsku hundaunnendur!
Ég á í smávægilegum vandræðum, sem ég var að vona að einhver af þessum ofurfróðu hundaunnendum hérna gætu hjálpað mér með…

Þannig er að ég hef átt tvo hunda (sem fjölskyldan hefur neyðst til að losa sig við vegna óviðráðanlegra aðstæða) og nú langar mig enn á ný í annan hund…
Þannig er að ég og kærastan mín eigum tvær kanínur, og ég er að leita að hundi sem meikar að éta ekki kanínurnar. Sumir halda kannski að þetta sé vonlaust, en ég veit að þetta er hægt, ég hef þekkt hunda sem hafa átt bestu vini sem eru naggrísir og kanínur, en ég er bara að spá hvort það séu einhverjar sérstakar tegundir sem eru betri en aðrar, eða hvað?
Veit einhver hvað er best að gera?
Takk takk…
We're chained to the world and we all gotta pull!