Hundurinn minn Kókoshneta Doppa Nerósdóttir (Hneta) vill ekki borða hundamatinn sinn, við höfum prófað allt!
Hneta er orðin 7 ára og núna er hún komin með ógeð á hundamatnum held ég við gefum henni yfirleitt Pedigree. En hún borðar samt hundamatinn þegar hún er hætt að frekjast og fattar að það er ekkert annað á boðstólnum.
Ég er líka með annað pínu vandamál með hana Hnetu mína hún er allt of feit þegar við fengum hana fyrst vorum við alltaf að gefa henni að éta og hún varð feit. Við erum hætt því núna en hún er enn spikfeit við förum alltaf út að labba með hana en hún er hætt að nenna því ekki heldur að hlaupa á eftir bollta eða eithvað, ég er hrædd um að þetta sé alvarlegt!
Þriðja og síðasta vandamál mitt er að hún Hneta er svo anty sosial alltaf þegar einhverjir aðrir hundar koma í heimsók brjálast hún og ræðst á þá sérstaklega ef við (eigendurnir) klöppum hinum hundinum, hún er svo öfudsjúk að hún hatar lítil börn því hún vill fá alla athyglina.
Hvað á ég að gera við hana???