Sælir hundavinir
Mig langar til að biðja ykkur um að gefa mér einhver góð ráð með hundamat s.s. hvað gefið þið og af hverju….
Ég er með einn 8 mán. gamlan Schafer sem hefur verið að borða Pedigree ( ég veit að það er ekki það besta, en honum finnst það bara svo gott) en nú er ég farin að taka eftir því að hann er að fá smá flösu svo mig langar að breyta fæðinu hans og ath. hvort það breytir einhverju… var að prófa að kaupa Science Plan en sé reyndar engan mun á honum ennþá…og mér finnst það helst til dýrt (1800 kall fyrir 3 kg, sem prakkarinn minn er fljótur að klára ;)..en hvað gerir maður ekki fyrir þessar elskur þó maður þurfi að lifa á grjónagraut hálfan mánuðinn..;)
hann er mjög góður í feldinum fyrir utan þessa smá flösu… endilega ef þið getið bent mér á eitthvað gott til að prófa fyrir hann..

Takk takk…

Isiss