Loksins farinn í hundana Sælir Hugarar

ég hef ekki notað huga.is í langan tíma, en núna þar sem ég var að eignast minn fyrsta hund, 6 mánaða labrador hundur, hef ég ákveðið að snúa mér aftur á huga í leit að ráðum til að gera veru hundsins með mér hvað ánægulegasta fyrir okkur báða :)

Það hefur alltaf verið mikil “dýramenning” á heimilinu, og er einnig köttur hérna núna, gamall vitringur sem þessi nýji er að læra að vera blíður við, gengur ótrúlega vel þrátt fyrir að þetta sé nú bara annar dagurinn hanns Romma hér hjá mér :)

Hann tekur við einföldum skipunum eins og sestu og kyrr, hann er ekki mjög góður með að koma þegar er kallað á hann og ég er að þjálfa hann upp sem mest núna í “bæli” þ.e.a.s að segja honum að leggjast á sinn stað…

Það er ógjörningur að fara út með hann að ganga, hann er vanur að láta sleppa sér útí sveit þar sem hann bjó og þessvegna soldið erfitt að ætla að halda honum.

Það fyrsta sem mig dettur náttúrulega í hug er að fara með hann á namskeið, er það ekki algjört must? stefnan er að gera það sem fyrst, en þá fer ég að leita af hundaskólum á netinu, og viti menn, ég á ennþá eftir að finna 1 skóla sem gefur upp símanúmer til að hægt sé að ná í sig, nema HRFÍ og þar svara ekki :D

er eitthvað sérstakt sem ég á að hafa í huga? þá bæði aðstæður, og eitthvað sérstakt við þessa tegund? er búinn að lesa talsvert á netinu auðvitað

Kveðja
Kristján einar

p.s. var einmitt að snúa mér við og líta á hann þar sem hann sefur á bakvið mig þegar ég var að klára skrifin.. hann er að slást við einhverja vonda í einhverjum draumi, þvílík læti í honum :D