Sæl öll
Ég er Weimaraner eigandi. Eru einhverjir þarna úti Weimaraner eigendur og ef svo er vitið þið um einhverjar íslenskar weim heimasíður ofl.
Vitið þið til þess að Weimaraner eigendur hittist eitthvað/einhversstaðar reglulega t.d. í gönguferðir o.s.frv.
Veit nokkur hvort einhver hafi flutt inn hund/tík til ræktunar eða sem hægt væri að rækta undan. Mér skilst að Marta, sú sem flutti Weimaraner upphaflega inn sé löngu hætt með þá og því ljóst að ef engin tekur ræktun að sér deyja þessir frábæru,gáfuðu og fallegu hundar út eftir nokkur ár.
Ég veit til þess að einhverjir Weimaraner hundar hér hafi komið illa út, þ.e. orðið grimmir, taugaveiklaðir ofl. Þetta gæti verið hægt að skýra með misjafnlega vel ræktuðum hundum en ekki má gleyma að Weimaraner er mjög viðkvæmur og gáfaður hundur sem þolir mjög illa “harða” meðferð. Þeir eru mjög tryggir eigendum sínum og þola ekki að flakka á milli fólks. Ég á frábæra tík en hef alltaf heyrt einhverjar hryllingssögur um þessa hunda en ég hef aldrei kynnst neinu slíku hjá mínum hundi fyrir utan það að hún er MJÖG húsbóndaholl.
Væri gaman að heyra í áhugamönnum og jafnvel eigendum Weimaraner hunda…
kv
Weimaraner!