Vond meðferð á hundum! Maður í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem kastaði kjölturakka út í opinn dauðann í bræði sinni eftir árekstur á síðasta ári, var í dag dæmdur til að sæta hámarksrefsingu fyrir glæp af þessu tagi. Refsingin er allt að þriggja ára fangelsi.
Áhorfendur í réttarsalnum klöppuðu þegar Andrew Burnett, 27 ára, var dæmdur sekur um að henda hundinum Leó út í umferðina eftir að bíll hann rakst á bíl hundseigandans. Hann var í síðasta mánuði dæmdur sekur um grimmdarverk gegn dýri.
“Ég er mjög miður mín yfir því sem átti sér stað,” sagði Burnett. “Ef það væri eitthvað sem ég gæti gert til að endurheimta Leó, þá myndi ég gera það.”
Burnett leit aldrei, á meðan úrskurðurinn var kveðinn upp í dag, á eiganda Leós, Söru McBurnett. Hún sagði að réttast hefði verið að dæma Burnett í 10 ára fangelsi fyrir glæpinn.
Atvikið átti sér stað í kjölfar árekstrar í febrúar á síðasta ári skammt frá San Jose-flugvellinum. Vitni sögðu að Burnett hefði æpt á McBurnett, teygt sig inn um opinn glugga á bifreið hennar, náð í hundinn og kastað honum út í umferðina. Leó, sem var tíu ára, varð fyrir bíl nokkrum sekúndum síðar og Burnett ók á brott í skyndi.


Maður í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn, sakaður um að hafa varpað fjórum hvolpum í þreskivél vegna þess að hann var leiður á sóðaskapnum í kringum þá.
Hvolparnir voru 8-10 vikna gamlir og bjuggu í áhaldahúsi fyrirtækis sem starfar að uppskeru í Tulare í Kaliforníu, að sögn dýraeftirlitsmanns.
Dýraeftirlitið fékk ábendingu um að líkamshlutar dýra hefðu fundist í tjörn og í þreskivél. Brandon Ferguson, 26 ára starfsmaður fyrirtækisins, var handtekinn og á yfir höfði sér að verða kærður fyrir grimmd gegn dýrum.
Just ask yourself: WWCD!