Grein sem birtist í Velvakanda, sunnudaginn 24.jún “Ég las greinar eftir svokallaða dýravini í Velvakanda 14. júní sl. og 20. júní sl. Ég vil minna þessa hundavini á að kosið hefur verið um hundahald í Kópavogi og Reykjavík og því hafnað á báðum stöðum. Eins og fram kemur í greininni viljið þið hundaeigendur fá að hafa ykkar dýr í friði. En hefur ykkur dottið í hug að við sem kusum á móti hundahaldi, meirihluti kjósenda, viljum fá að vera í friði fyrir lausum hundum á göngustígum, útivistarsvæðum og jafnvel á útihátíðum þjóðarinnar. Vitið þið að við sem búum við göngustíga borgarinnar horfum á marga hundaeigendur á hverjum degi ganga framhjá og eru fleiri hundar lausir en í bandi. Á vorin þegar sjóa leysir er lóðin mín eins og hundaklósett. Hver haldið þið að hreinsi það? Fenguð þið ekki hundaleyfið? gegn vissum skilyrðum? Er ekki eitt skilyrðið að hafa hann alltaf í bandi á almannafæri? Finnst ekki ykkur og margir hundsa það? Eða finnst ykkur þið ekkert þurfa að fara eftir reglum sem ykkur finns asnalegar? Má senda hundinn inn í næsta garð að gera þarfir sínar og líta undan á meðan? Hvort sem ég er með ofnæmi fyrir hundum (enda finnst mér hundaeigendum ekkert koma við af hverju fólk er á móti hundum) myndi ég aldrei búa í sama húsi og hundur, því hann er ekki á bakvið lokaðar dyr allan daginn. Honum er auðvitað hleypt út og er hann þá oft laus og fer út í sameiginlegan garð og gerir sínar þarfir þar. Hver hreinsar það upp? Þið hundaeigendur ætlist til að við hin elskum hundana ykkar og getið ekki skilið að við höfum takmarkaðan áhuga á þeim. Ég vil fá að njóta útiveru án þess að hitta hundinn þinn. Ég á alltaf eftir að þakka forstöðumanni Laugardalsgarðsins fyrir það að þar get ég verið viss um að hitta ekki hunda. Enda fer ég oft þangað og finnst það vera griðarstaður okkar sem kjósum að vera laus við að hitta hundinn þinn. Þið, sem kusuð á móti hundahaldi, eins og ég, hugsið um það fyrir næstu kosningar hvaða flokkur stendur við það sem meirihluti kjósenda samþykkti gegn hundahaldi, það er að hundahald er bannað nema með vissum skilyrðum. Hundaeigendur verða að fara eftir þeim reglum, sem þeim ertu settar, þegar þeir sækja um að hafa hund. Í næstu kosningum skulum við kjósendur, sem erum andvígir hundahaldi, athuga hvaða flokkur virðir okkar skoðanir varðandi hundahald. Mín skoðun er sú að herða eigi lög um hundahald og einnig viðurlög um brot á þeim.
Húsmóðir á Kársnesinu.

Þegar ég les þetta vakna ýmsar spurningar, ég veit kannski ekki mikið um þessi mál en já.
”Kosið hefur verið um hundahald í Reykjavík og Kópavogi, og því hafnað á báðum stöðum". Aldrei hef ég heyrt neinn minnast á neinar kosningar né kannanir eða þvíumlíkt. Og hún sagðist hafa lesið grein frá EINUM(kanski tvem) hundaeigendum í Velkvakanda sem sögðust vilja hafa hundana sína í friði. Auðvitað viljum við hafa hundana okkar í friði, sérstaklega fyrir svona fólki sem talar illa um alla hunda þó að hún eigi kannski í stríði við nokkra nágranna(veit það ekki:) sem eiga hunda sem gera þarfir sínar í garðinum hennar. Ég yrði reiður ef einhver maður kæmi með hundinn sinn og léti hann pissa eða kúka á minni lóð, ég yrði öskureiður. En því miður eru ekki allir hundaeigendur tillitsamir við annað fólk sem líkar ekki við hunda. Það ætti að gera eithvað í því, en að banna hundahald finnst mér vera fráleitt. En með að hafa hunda í friði auðvitað er ok að fólk klappi hundunum og gæli við þá, það þýðir ekki að láta í friði en ég held af næstum hver einasta hundaeiganda væri sama þó að einhver ókunnugur gældi aðeins við hundinn hans. Þessi kona vill vera í friði fyrir hundum, ég fer oft einhvert innan um hunda, alltaf fæ ég nú að vera í friði þó að þeir komi nú uppað manni og þefi af manni, það er nú bara eðlið þeirra. Svo spyr hún alltaf þessara endalausa spurninga eins og hún viti ekki neitt um þessi málefni. Hún vill ekki búa í sama húsi og hundur því að hann er ekki lokaður inni ALLAN daginn. Þessi kona er eithvað MJÖG vond. Ekki læsir maður barnið sitt inni allan daginn, þó að það kunni að gera þarfir sínar inni, hundar geta farið út á svalir til þess, en ekki hafa allir þá aðstöðu, en þó að þeir hefðu hana þyrfti hundurinn samt að komast út og fá holla hreyfingu. Sumum finnst skrýtið að maður beri hunda og börn saman en þeir sem eiga hund eða hafa átt hund ættu ekki að finnast það skrýtið. Maður ber alltaf þessa sömu tilfinningu til þeirra beggja, ég veit ekki hvað ég gerði ef eithvað kæmi fyrir hundinn minn, ég elska tíkina mína. Nákvæmlega eins og þú elskar barnið þitt kona góð(ef þú átt þá barn). Allavega held ég að Davíð myndi ekki samþyggja það að banna hundahald(hvað sem það þýðir) í Rvk, því hann á nú sjálfur Sheffer hund, skillst mér. Endilega látið þið skoðanir ykkar á þessu í ljós! Ég sendi nú þessa grein inn til að fá fleiri í nöp við þessa vondu(mín skoðun) konu.