Ég hef nún loksins gefið mér tíma til að lesa greinar þær sem hér hafa komið inn varðandi tíkina mína Xöntju og hvolpana hennar sem var lógað í Hrísey þann 8 maí, eins og gefur að skylja eru uppi mörg sjónarmið í þessu máli eins og öðrum, en að mínu mati hefur ekki komið fram einn hlið á þessu máli allavega ekki nógu vel og það er hvers vegna núna??? Mér er kunnugt um að minnsta kosti 15 tilfelli þar sem tíkur komu hvolpafullar eða læður kettlingafullar og ekkert var gert, ég átti sjálf tík sem gaut í Hrísey 1993 og kom heim með hvolpana sína þegar einangrun lauk, ég veit einnig um aðila sem fengu leyfi til innflutnings á hvolpafullum tíkum meðal annars frá Belgíu!! Hvers vegna er þetta allt í einu svona hættulegt og var þó ekki með ráðum gert heldur hvert annað slys ??
Það skyldi þó ekki standa í sambandi við það að ég hef í gegnum árin hiklaust kvartað ef mér finnst dýrin mín ekki koma nógu vel út úr einangrun eða vegna þess að ég kærði einangrunarstöðina í október á síðasta ári þegar ég fékk Doberman hvolp svo horaðan heim að ég hef aldrei séð annað eins, já það skyldi þó ekki vera að verið væri að hegna saklausum dýrum fyrir að eigandinn hafi staðið á rétti annara dýra í sinni eigu. Málið verður kært og þannig ekki lokið svo við skulum spyrja að leikslokum, en eitt er víst tíkin mím er komin heim og líðanin eftir atvikum eins og sagt er, með kveðju,
Marta Gylfadótti