Já, mér langaði aðeins að deila með ykkur smá sögu af honum tuma sem er 3 ára lab/ísl lingurinn minn :)

Já svoleiðis var það að ég fór með tuma upp í hesthús eins og ég geri svo oft. Hann er voða duglegur að hjálpa mér að smala sko :).
En já, égfór með hestinn minn inn í reiðhöll og tók tuma með en svo vildi til að þar inni var 1 vetra tryppi fyrir. Þeir sem þekkja til hesta vita það að tryppi eru rosa fjörug. Eina stundina standa þau kyrr og róleg en eiga það til að stökkva upp í einhvern ærslagang.

Það skeði einmitt þarna og honum tuma bregður svo að hann hleypur á eftir tryppinu og ætlar að smala því. Litla greyjið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrir en slær aftur fyrir sig, út í loftið en hittir í vinstri framlöppina á tuma. Hann er nú ekki hár í loftinu hann tumi svo hann var nú bara óheppinn en gvuð hvað hann vorkenndi sér !!

Greeeyjið hann hljóp beint í fangi á mér með löppina danglandi út í loftið útaf því hann átti svo bágt. Það skeði nú ekki meir heldur en að hann fékk um 10 cm mjög grunnan skurð á löppina, rétt niður í hörund, en litla greyjið,fannst honum, hvað hann var sár :)

Við fórum nú samt svona til öryggis upp á dýraspítala þar sem hann fékk sýklasprautu og bólgueyðandi. Svo fékk hann pulsu á leiðinni heim, voða sáttur!

En þetta stoppar hann nú ekki í að rjúka upp um leið og hann heyrir minnst á orðið “ hesthús”. En hann passar sig nú á tryppavitleysingunum í framtíðinni.
#16