Ákvað ég að skrifa þessa grein til virðingar um sálugan hundinn minn er heitir Kátur og líka vegna þess að af þessari grein má margt læra um það að hafa aldrei hund í lausahaldi þar sem umferð er í gangi.Er þessi grein/saga á þann veginn:
Var ég í rólegheitiunum heima hjá mér og spurði faðir minn mig hvort ég vildi ekki koma með sér,móður minni og Kát upp í Fjárborg þar sem hesthúsið okkar var áður en það seldist.
Var ég of þreyttur og sagðist vera að spá í því að leggja mig í sófanum heima.

Kvað pabbi það vera í lagi og fóru þau tvö og Kátur upp í hesthús.
Er þau voru búinn að loka dyrum hússins lokaði ég augunum og sofnaði.Eftir væran svefn opnaði ég augun og nokkrum mínútum síðar opnuðust dyrnar og pabbi og mamma komu inn,en hvar var Kátur?Spurði ég pabba að því vegna þess að ei sá ég hann koma inn og hvorki í bílnum.Sagði þá pabbi minn eftirfarandi:''Sigurjón minn,hann Kátur okkar er látinn'' og um leið og ég heyrði þetta hélt ég fyrst að um eitthvað spaug væri að ræða en svo var ekki.

Fannst mér eins og þetta væri einhver slæm martröð og kleip ég mig til að fullvissa mig um að þetta væri bara draumur en svo var ekki.Fór maður þá að hugsa til gömlu stundana er maður hafði með hundinum sínum (t.d. fara með hann út að ganga,gefa honum að borða o.s.frv.)
Komst ég síðar að því eftir langar samræður við föður minn að Kátur hafi látist af orsökum þess að hann var í lausahaldi (sem sagt án ólar) hjá hesthúsinu og síðan kom bíll og hreinlega keyrði yfir hann.Vildi ég bara sýna ykkur framá með þessari sönnu dæmisögu að þið skuluð ávallt hafa eftirlit með dýrunum ykkar,hvort sem þau eru stór eða smá.

Friður.