Blóðhundur eða bloodhound er þekktur fyrir
lyktarskin sitt og hæfileikann til að rekja slóðir
og er talinn einn af bestu leitarhundategundunum í dag.
Saga og uppruni
Blóðhundurinn er ævaforn tegund sem kemur
upphaflega frá miðjarðarhafslöndunum. Talið er að hann
hafi komið frá borginni Constantinople til Englands.
Á 12 öld var tegundin síðan mjög vinsæl meðal
trúaðs heldra fólks og á þeim tíma var hundurinn þekktur
undir nafninu Chien de St. Hubert. Á endanum fékk
hann síðan nafnið bloodhound og var það ekki vegna þess
að hann gæti rakið blóðslóðir heldur vegna þess að hann
var vinsælastur hjá heldra fólki og kóngafólki sem auðvitað
bar blátt blóð í æðum sér
Blóðhundurinn er eins og áður sagði þekktur fyrir hæfileikann
að geta rakið hinar daufustu slóðir og er hann einn af elstu
hundategundunum
sem rekja slóðir.
Upphaflega var hann ræktaður til þess að þefa upp dádýr
en í dag er hann mestmegnis notaður til þess að þefa upp
fólk og er enginn önnur tegund í dag sem hefur eins gott
nef og blóðhundurinn.
Stærð og útlitseinkenni
Blóðhundurinn er stór hundur með sléttan feld. Hann
virkar mjög virðulegur og jafnframt alverlegur í útliti auk
þess sem hann er með mikið laust og lafandi skinn í
kringum hálsinn. Eyrun eru síð og augun djúpsett. Höfuð
hundsins er langt búkurinn sterklegur, skottið á að vera
langt og þykkt. Feldurinn er snöggur og sléttur og getur
verið rauður, black&tan, gulbrúnn eða ljósbrúnn. Fullorðinn
blóðhundur vegur 40-60 kg og á að vera 61- 66 cm á
herðakambinn.
Skapgerð
Þrátt fyrir að vera stór og sterklegur er blóðhundurinn
ekki mikill varðhundur. Hann er mjög elskulegur og vinalegur
hundur sem getur oft á tíðum verið frekar feiminn. Hann
er ekki þekktur fyrir að vera duglegur í hlýðniæfingunum
og getur verið frekar þrjóskur ef hann vill.
Blóðhundurinn er frábær fjölskylduhundur og þarfnast hann
fjölskyldu til þess að vera sem ánægðastur. Hann er auðvitað
stór hundur og þaf sitt pláss en sættir sig við allt á meðan
hann hefur félagsskap fjölskyldu. Hann er þó ekki fyrir alveg
alla þar sem hann á það ti lað hrjóta mjög hátt, slefa
rosalega og gelta mjög hátt.
Umhirða
Yfir sumartímann gæti þurft að baða hundinn
einu sinni til tvisvar á mánuði vegna þess hvað
óhreinindin festast vel í feldinum á honum. Einnig þarf að
hreinsa eyrun nokkrum sinnum í viku.
Þjálfun
Blóðhundurinn er yfirleitt mjög þægur og viðráðanlegur
þrátt fyrir stærðina. Hann þarf enga sérstaka þjálfun til að
þefa uppi slóð þar sem þessi hæfileiki virðist vera genum
hans.Hann þarf hinsvegar þjálfun í að læra að nota þennan
hæfileika því annars gæti hann orðið sér að voða. Því þegar
blóðhundur finnur lyktarslóð, byrjar hann að elta hana
og jafnvel út á miðja götu, hann er ekki að fylgjast með
bílum eða öðrum hættum sem kunna að vera á vegi hans
og hættir hann ekki að þefa fyrr en hann finnur eiganda
lyktarinnar. Hann er fljótur að læra en getur verið
mjöööög þrjóskur.
Sérþarfir
Tegundin þarf daglega hreyfingu eins og flest allir hundar
en það má ekki hafa hann þá lausa því að ef þeir finna
slóð til að elta hætta þeir ekki fyrr en þeir hafa fundið eiganda
lyktarinnar. Hann hugsar einungis um lyktina og passar
sig því ekkert á þeim hættum sem geta leynst í
umhverfinu t.d. bílum.
Sjúkdómar
Blóðhundurinn er almennt séð mjög heilbrigður hundur.
Eftirfarandi sjúkdómar hafa sést í tegundinni.
- Bloat, lífshættulegur sjúkdómur þar sem
snýst upp á magann.
- Mjaðmalos
- Eyrnasýkingar og bólgur eru mjög algengar vegna
þess hvað hann er með stór og lafandi eyru.
- Meðallíftími blóðhunds er 9-11 á
I wanna see you SMILE!