Jáhá .. þetta er leiðinlegt vandamál sem margir hundaeigendur stríða við.
Nú er um að gera að taka þetta með trukki, og ekki hætta fyrr en þetta er leyst.
Sú aðferð sem ég myndi nota er þessi:
Ef þú átt ekki Flexi taum, þá að útvega sér þannig græju.
Alltaf þegar farið er út með hundinn, má ekki sleppa honum lausum, bara hafa hann í Flexi, þegar hann má hlaupa laus í taumnum, að gefa honum lausnarorð (td. frjáls, gerðu svo vel, eða hvað sem hentar þér bara)
Kallaðu svo í hundinn öðru hvoru, og ef hann hlýðir ekki, togaðu þá í ólina og kallaðu aftur, þegar hann kemur til þín, gefðu honum þá verðlaun (nammi, klapp eða hvernig sem þú verðlaunar hundinn fyrir góða hegðum).
Þetta skaltu endurtaka aftur og aftur og aftur, þangað til hann er farinn að hlýða þér alveg undantekningalaust!
Þegar þú álítur að hann sé orðinn nokkurn veginn góður, þá getur þú prófað að fara með langt venjulegt band, sem er mikið lengra en flexi ólin, og prófa hvort að hann hlýði innkallinu þegar hann er kominn lengra frá þér en hann vanalega kemst í Flexi ólinni.
Ef hann hlýðir því 100%, má biðja einhvern um að trufla hann þegar þú ert að kalla hann inn, td með öðrum hundi og athuga hvort að hann hlýði þér undir þeirri “pressu”.
Það er mjög mikilvægt í þessu ferli að hann fái ekki að vera laus og komast upp með það að hlýða þér ekki, og eins og stunda ekki þjálfum með Flexi á stöðum þar sem mikið af hundum er (til að byrja með allavega)
Ég notaði þessa aðferð með frábærum árangri á Labrador/Golden tík sem ég átti, sem var mikið fyrir það að verða “heyrnalaus” þegar á reyndi.
Eftir 2-3 mánaða þjálfun var hún orðin nógu góð til að ég gæti farið með hana lausa út með mér hvert sem er, þó svo að ég hafi ekki stundað það.
En ég sá árangur strax eftir nokkra göngutúra með hundinn í Flexi ólinni og pylsubita í poka :)
Ég vona innilega að þetta hjálpi þér, og þó að þetta sé svolítið mikil vinna, þá er það vel þess virði, vegna þess að hundurinn býr að þessu ævilangt.
Bara mundu, að koma þér ekki í þá aðstöðu að láta hann komast upp með að hlýða þér ekki.
Gangi þér vel