Ég sá grein í blaðinu um daginn að það ætti kannski að girða Geirsnef og lysa staðinn upp út af einhverju sem gerðist sem olli því að allir hundarnir ruku í burtu(þeir komu allir aftur á endanum)
Mynduð þið segja að það væri óhætt að vera með voffalinginn sinn þarna, ég hef heirt allt of mikið af hrillingssögum um fólk sem kemur með Doberman hundana sína þangað bara til að láta þá ráðast á aðra hunda og,,sýna'' þá ! ),:

Ég er liggur við hætt að þora að fara með Grímu þangað, ég fer alltaf annað ef það kemur Sheffer eða Doberman eða aðrir stórir hundar !

En svo eru aðrir sem fara með stóru hundana í burtu ef það koma minni hundar! Það eru greinilega góðir eigendur !

En svo á vinkona mín Cavalier King Charles Spaniel og þeim var banað að fara með hundinn sinn þangað út af einhverri veiki sem er ekki enn byrjað að sprauta fyrir…

Vitið þið eitthvað um þetta ? ):