Það kemur sumum á óvart þegar þeim er komið á óvart.

Bakaðar baunir

Dag einn hitti ég yndislegan herramann og við urðum ástfangin.
Þegar það varð ljóst að við myndum giftast ákvað ég að fórna því sem
ég hafði mikið dálæti á. Ég hætti að borða bakaðar baunir.
Einhverjum mánuðum seinna, á afmælisdaginn minn, og ég var að fara
heim frá vinnu, bilaði bíllinn minn.
Þar sem ég bjó út í sveit hringdi ég í manninn minn og sagði honum að
ég kæmi seint þar sem ég þyrfti að ganga heim. Á leið minni heim gekk ég fram hjá litlu veitingahúsi og lyktin af
bökuðum baunum var meiri en ég gat staðist.

Þar sem ég átti eftir að ganga nokkra kílómetra áður en ég næði heim
reiknaði ég það út að ég myndi ganga af mér þá kvilla sem fylgdu því
að borða bakaðar baunir áður en ég kæmi heim. Svo ég stoppaði á
veitingahúsinu og áður en ég vissi af hafði ég klárað þrjá stóra
skammta af bökuðum baunum.

Alla leiðina heim fullvissaði ég mig um að ég hefði losað mig við allt
gas sem fylgir slíkri græðgi.

Þegar heim var komið tók eiginmaður minn spenntur á móti mér og
sagði: “Ástin mín! Ég ætla að koma þér á óvart
við kvöldverðarborðið.”
Hann batt síðan slæðu fyrir augun á mér og leiddi mig að stól við borðið.
Ég fékk mér sæti og rétt í því sem hann ætlar að leysa frá augunum á
mér, hringdi síminn.

Hann lét mig lofa því að ég myndi ekki kíkja fyrr en hann hefði
afgreitt símtalið og svo fór hann til þess að svara í símann.

Bökuðu baunirnar sem ég hafði innbyrt voru ennþá að hafa áhrif á mig
og þrýstingurinn var að verða óbærilegur. Svo að á meðan
eiginmaðurinn var í öðru herbergi notaði ég tækifærið, lét allan þunga
minn hvíla á annarri rasskinninni og hleypti einu skoti út.

Það var ekki eingöngu hátt heldur lyktaði það eins og gúanóverksmiðja.
Ég tók servíettuna úr kjöltu mér og notaði hana sem viftu.

Svo lyfti ég mér upp á hina kinnina og skaut þremur í viðbót. Lyktin
var verri en af soðnu káli.

Þessu hélt ég áfram í fimm mínútur í viðbót á meðan ég hlustaði
gaumgæfilega á samræðurnar sem fram fóru í hinu herberginu.
Ánægjan var ólýsanleg eða þar til kveðjuorðin í hinu herberginu bundu
enda á þetta frelsi mitt. Ég loftaði í flýti í kringum mig með
servíettunni, lagði hana síðan í kjöltu mér og kom höndunum fyrir ofan
á henni og hugsaði um hversu vel mér liði og hversu ánægð ég var með mig.

Andlit mitt hlýtur að hafa sýnt mynd sakleysis þegar eiginmaður minn
kom aftur og baðst afsökunnar á því að hafa verið svona lengi í símanum.
Hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð svindlað og kíkt en ég
fullvissaði hann um að það hefði ég ekki gert.
Þegar hér var komið sögu tók hann slæðuna frá augum mér og tólf
kvöldverðargestir sem sátu í kringum borðið hrópuðu:
“Til hamingju með afmælið!”