Það sat einn maður á bar í veitingahúsi í skýjaklúfri sem stóð hátt yfir borginni. Hann var fá sér tequila og eftir það fór hann að glugga og stökk út.
Maðurinn sem sat við hliðina á honum gat ekki trúað því sem hann sá manninn gera. En hann varð meira hissa þegar hann sá tíu mínútum síðar sama manninn, ómeiddan, koma aftur að barnum og setjast við hliðiná honum.
Undrandi maðurinn spurði: “Hvernig fórstu eila að þessu? Ég sá þig rétt áðan stökkva út um gluggann þarna og við erum í mörg hundrum metra hæð!”
Sá sem stökk út um gluggann svaraði: “Ég næ þessu ekki heldur. Ég fékk mér tequila og þegar ég stekk út um gluggann virkar tequilað þannig á mig að það hægist á mér rétt áður en ég lendi á jörðina. Horfðu.”
Hann fékk sér aftur tequila fer að glugganum og stekkur út. Hinn maðurinn hleypur að glugganum og horfir á hinn manninn falla niður en rétt áður en hann hefði skollið á jörðina hægðist allt í einu á manninum og hann lenti mjúklega á fótunum. Nokkrum mínútum síðar kemur maðurinn aftur á barinn.
Hinn maðurinn varð að prófa þetta líka svo hann pantaði sér tequila. Hann drekkur það og fer að glugganum og stekkur út. Þegar hann var alveg að fara að rekast á jörðina þá hægðist alls ekkert á honum og SPLAT!
Hinn maðurinn pantar sér meira tequila og þá segir barþjónninn við hann: “Þú ert svo mikill hálfviti þegar þú ert fullur, Súperman.”