Það var Gsm-ráðstefna í Tókyó. Þar voru fulltrúar frá mörgum löndum.
Eftir fyrsta daginn fóru Japani, Bandaríkjamaður og Dani í gufubað og fóru að ræða um farsíma. Allt í einu heyrðist píp úr handarbakinu á Japananum og hann fór að tala við hendina á sér. Þegar hann var hættur spurðu hinir hvað hann hefði eiginlega verið að gera. Japaninn svaraði: Já við Japanir erum nú orðnir svo þróaðir að við erum með innbyggðan farsíma í handarbakinu, svo segjum við bara hendinni hvert við viljum hringja og hún gerir það fyrir mann !
Stuttu seinna heyrðist eitthvað lag sem virtist koma úr hausnum á Bandaríkjamanninum og hann fór að tala við einhvern. Þegar hann þagnaði spurðu Daninn og Japaninn hvað hann hefði eiginlega verið að gera. Hann svaraði: Við Bandaríkjamenn erum nú orðnir svo þróaðir að við erum með innbyggðan farsíma í höfðinu, við þurfum ekki annað en að hugsa í hvern við viljum hringja, þá gerist það !
Nú fór Daninn að hafa áhyggjur og hugsaði með sér hvað hann þyrfti að gera til að þykjast vera eins þróaður og Japaninn og Bandaríkjamaðurinn sögðust vera. Daninn stóð upp, gekk út í eitt hornið á gufubaðinu og beygði sig niður. Hinir spurðu: Hvað ertu eiginlega að gera, ertu að skíta eða hvað ? Daninn svaraði: Nei, nei ég er bara að taka á móti faxi…
Játs!