Eitt sinn var maður sem var á leið á grímuball hjá fyrirtæki sem hann vann hjá. Kall greyið var nú búinn að huxa lengi hvað hann ætti nú að vera,þangað til að hann komst að þessari fínu lausn,ég verð bara Adam sagði hann við sjálfan sig. Hann fór sem leið lá beint niður á búningaleigu og spurði :hvernig er það áttu ekki laufblað því ég ætla að vera Adam á grímuballi: afgreiðslu maðurinn svaraði :jú jú hvaða stærð? er þetta nóg?: nei svaraði maðurinn, enn þessi stærð? nei svaraði maðurinn,jæja en þessi? aftur var svarið nei. nú fór afgreiðslu maðurinn baka til og fór að leyta, kom hann til baka eftir smá stund með þokkalega stórt lauf, er þetta nógu stór? aftur var svarið nei. Nú gafst afgreiðslumaðurinn upp og sagði blessaður slengdu kvikindinu á öxlina og vertu benzíndæla.