Þessi saga gerðist í alvörunni og ég var viðstaddur. Eitt sinn var pabbi skálavörður í landmannalaugum og eina helgina gisti ég þar. Um klukkan tvö á aðfaranótt laugardags komu nokkrir bílar að skálanum. Flestir sem voru fyrir í skálanum voru þá sofnaðir. Inn koma þrír alveg pissfullir náungar og eru allir í banastuði og hafa mjög hátt. Pabbi reynir að róa þá niður en ekkert gengur. Þá fær hann þá hugmynd að reyna að koma þeim inn í eldhús því að þar heyrist minnst í þeim. Hann gengur upp að einum náunganum og segir:

-“Má ekki bjóða ykkur kaffi?”

-“Nei veissstu það, ómögulega takk, éérá bíl!”
Vó hvar er ég?