Þrjár mýs sátu á bar í mjög slæmu hverfi um miðja nótt og voru að
>metast um hver væri mesti töffarinn.
>
>Fyrsta músin skellir í sig viskí , dúndrar glasinu á barborðið,
>snýr sér svo að annari músinni og segir, “þegar að ég sé
>músagildru, fer ég upp á hana og set hana af stað með löppinni.
>Þegar að sláin kemur niður gríp ég hana með tönnunum og lyfti henni
>100 sinnum eins og bekkpressu.”
>
>Önnur músin fær sér tvö staup af tequila, tekur þau í sitthvora
>hendina og skellir þeim í sig og grýtir staupunum svo í burtu. Hann
>snýr sér að hinum músunum og segir, “Já já, þegar að ég sé
>rottueitur safna ég eins miklu af því og ég get og fer með það heim,
>síðan bíð ég þar til morguninn eftir og myl það niður eins fínt og
>ég get, síðan set ég það út í kaffið mitt og verð í fínni vímu
>allan daginn.”
>
>Þá er komið að þriðju músinni, hún lítur á hinar tvær með
>fyrirlitningarsvip, andvarpar frekar hátt og segir við þær, “ég hef
>ekki tíma fyrir svona helvítis kjaftæði. Ég þarf að drífa mig heim
>að ríða kettinum.”
KV