Gemsaboðorðin tíu:



1. Hlífðu fólki við einkasamtölum þínum. Fólk á að geta staðið í biðröð
í banka, setið í strætisvagni, verið í leigubíl eða í matarboði án þess að
þurfa að hlusta á einkamál þín.

2. Í guðanna bænum hafðu hringinguna á símanum þínum skemmtilega.
Frekjuleg hringing eins og \“La Cucaracha\”, upphafsstef fimmtu sinfóníu
Beethovens eða eitthvað Bee Gees diskólag er óþolandi og stressar alla upp
úr skónum.

3. Slökktu á símanum þegar þú ferð í bíó, í leikhús eða á aðra
listviðburði.

4. Ekki hafa nema tvo gemsa á þér í einu.

5. Ekki tala í gemsann þinn á meðan þú ert að aka bíl. Það er
stórhættulegt, bæðí þér og öðrum, því athyglin á að vera bundin við
aksturinn og ekkert annað.

6. Það þykir dónalegt ef þú talar í gemsann þinn, með því að vera með
handfrjálsan búnað, í návist vina þinna. Enginn getur vitað hvort þú ert
hér eða þar.

7. Notaðu sama raddstyrk þegar þú talar í GSM-símann þinn og aðra síma.
Sumir hækka röddina óþarflega mikið þegar þeir tala í gemsann sinn.

8. Reyndu að verða ekki háð/ur gemsanum þínum. Af augljósum ástæðum er
mjög óhollt að vera í stöðugum samskiptum við fólk og fá aldrei frið.
Notaðu gemsann eins og þú vilt í vinnunni en þegar heim er komið skaltu
slökkva á honum.

9. Ekki monta þig af nýja símanum þínum á áberandi hátt. Fátt er
hallærislegra en sagan af gaurnum sem var að tala hástöfum í gemsann sinn
í biðröð í banka. Hann talaði um milljónaviðskipti sín við einhvern á
hinum enda línunnar. Fólk í biðröðinni var farið að horfa á þennan
viðskiptajöfur með öfundarblandinni aðdáun þegar síminn hans hringdi! Í
stað þess að bera sig mannalega og segja við þykjustuviðmælandann að hin
línan væri að hringja, roðnaði hann og blánaði mean hann svaraði í símann
sinn. Viðstaddir glottu í kampinn.

10. Ekki skella gemsanum þínum á borðið á veitingastaðnum svo þú getir
svarað fljótt ef hann hringir. Þetta er ekki Villta vestrið og þú ert
ekki skytta sem þarf að vera viðbúin með byssuna sína. Hafðu gemsann í
vasanum eða töskunni. Þú heyrir jafn vel í honum þar og á borðinu.