Þau voru Nýgift og auðvitað fóru þau í brúðkaupsferð, og ekki liðu margir dagar fyrr en brúðurin hringdi í hana mömmu sína til þess að segja henni fréttirnar.
–Mamma, Knútur er alveg stórkostlegur. Veistu hvað hann gerir? Hann sveiflar sér í ljósakrónunni, og svo kastar hann sér yfir mig og vitanlega hittir hann beint í mark, þú skilur.
Nokkrum dögum seinna er hringt til dótturinnar í dauðans ofboði og hún beðin um að koma heim, því að mamma hennar sé komin á spítala. Hún fer náttúrulega strax og beint upp á spítala, þar sem mamma hennar liggur á eins-manns-stofu.
–Jú sjáðu til segir mamman með vandræðabrosi, Þú manst, að þú sagðir mér hvernig þið færuð að og okkur pabba þínum langaði til að gera það sama . Jæja og helduru að ljósakrónan hafi ekki slitnað í miðri sveiflu, og hann kemur á þessari líka litlu ferð, beint í mark! Nú, það er búið að rannsaka allt og röntgenmynda í þrjá daga,-en þeir finna hann bara ekki……..