Bandaríkskur ferðamaður sem var á ferðalagi um Spán fór kvöld eitt sem endranær að borða á veitingastað í litum bæ þar sem nautaat var stundað samkvæmt spönskum hefðum. Ferðamaðurinn fékk hlýjar móttökur og eftir að hafa sest niður við eitt borðanna og litið yfir matseðilinn, sá hann að á næsta borði var fólk að snæða hnausþykkar steikur sem voru engu líkar.
Ferðamaðurinn kallaði á þjóninn og spurði “ hvað er þetta sem fólkið er að borða hér á næsta borði” “Ah Senior” sagði þjóninn “ þetta eru naustspungar, algjört lostæti, virkilega frábær matur ” ! “ Ég ætla að fá það sama ” sagði ferðamaðurinn.

“Oh Senoior, því miður” sagði þjóninn “ það er bara eitt nautaat hér á dag og aðeins eitt naut fellt að venju, en ef þú kemur snemma á morgun þá er möguleiki á því að þú getir náð þeim pung sem á borðstólum verður þá”

Ferðamaðurinn ákvað að mæta snemma næsta dag og gerði það. Hann pantaði punginn og þjóninn bar matinn á borð fyrir hann. Ferðamaðurinn leit á diskinn og fannst pungurinn miklu minni og lélegri en sá sem hann hafði séð deginum áður. Hann kallaði á þjóninn sem kom að vörmu spori að borði hans.
“ Af hverju er þessi nautspungur svona miklu minni en sá sem var á
borðstólum hjá ykkur í gær ” spurði ferðamaðurinn ??

“Senior…stundum vinnur nautið ” !!