Tveir rónar fóru öll kvöld á sama barinn og helltu sig fulla.

Rónarnir tveir urðu miklir vinir, en þegar fram liðu stundir varð einn veikur og átti á dauða sínum von.

Hann bar fram sínu hinstu ósk til félaga síns:
,,Vinur, ég er að deyja og vil biðja þig eins. Þegar þú ferð á barinn, skaltu drekka fyrir okkur báða. Þannig verð ég alltaf með þér.

Róninn dó og vinur hans gerði eins og um var samið. Alla daga drakk hann fyrir þá tvo.

Dag einn fór hann þó á barinn og í stað þess að biðja um tvo bjóra, bað hann um einn. Barþjóninum undraði þetta og spurði: ,,Hva! varstu ekki vanur að drekka fyrir félaga þinn lika? Afhverju biðurðu núna bara um einn skammt?

Róninn:
,,Ég er hættur að drekka að læknisráði!''