Já.. dönsku kennarinn minn er með mjög misheppnaðan húmor en stundum getur hann slæst einum og einum á kantinn..
Jæja, í dönsku tíma þá kom hann með þennan hér, sem ég hló að..

Það var eitt sumarið að nýr golfvöllur opnaði upp í himnaríki. 18 holu völlur með par 3. Gamall maður, Jesús og Móses ákváðu að taka einn hring og á holu eitt byrjaði Móses að slá. Sveiflan var öll hin glæsilegasta og boltinn sveif í fallegum boga en lenti í vatni sem var við hliðina á greeninu. Þá labbar hann að vatninu og sveiflar höndum í sundur og vatnið skildist í tvennt, eins og forðum daga við Dauðahaf eða Rauðahaf. Hann labbaði út í veginn sem kom, vippaði kúlunni upp á greenið og síðan setti hann kúluna ofaní í þriðja höggi. Hann fór þessa holu á pari.
Jesús sló næstur og fór allt eins nema þegar kom að vatninu sökk hún ekki. Jesús labbaði hinn rólegasti á vatninu, að kúlunni og skaut henni ofan í holuna. Einu undir pari.
Seinast skaut gamli kallinn. Kúlann fór ekki eins fallega og hjá Jesús og Móses, nei.. hún skaust eitthvert lengst út í loftið.. en kemur þá ekki mávur og skallar boltann í skóg sem var við hliðina á vellinum. ÞAr kemur api og hendir kúlunni út í vatnið.. Þar kemur lax sem tekur hana í munninn og spýtir henni upp á greenið.. þaðan kemur íkorni sem tekur hann innanfótar og sendir í átt að holunni, á seinasta sentimetranum kemur ormur upp úr jörðinni og skallar boltann ofaní holuna. Hola í höggi.

Móses við Jesús.. “OHHHHHH.. ég var búin að gleyma hvað það var leiðinlegt að spila golf við hann pabba þinn”

——-
Daddara..