Það var einusinni maður að keyra þjóðveginn (Skiptir gersamlega engu nr. hvað), þegar allt í einu bílinn stoppar og það kemur reykur frá vélinni, hann opna húddið og sér ekkert fyrir reyk.
Eftir að hafa litið í hringum sig sér hann bóndabæ, hann ákveður að fara þangað og fá að hringja.
Þegar hann kemur þangað opnar bóndinn fyrir honum og leyfir honum að hringja, bíður honum meira að segja að borða eftir að hafa hringt. Þegar hann kemur inní eldhús sér hann bóndann, bóndakonuna og hund undir sætinu sem hann átti að sitja á, hann sest niður og borðar þessu ótrúlega góðu steik. Eftir matinn situr hann í stólnum og er að tala við bóndann, þegar hann finnur allt í einu að hann þarf svona rosalega að freta, og lætur vaða, bóndinn öskrar á hundinn: “SNATI!”, ferðlanginn sér að bóndinn hélt að hundurinn hefði fretað, og lætur vaða aftur, og aftur öskrar bóndinn: “SNATI!!!”, ferðalangnum líður vel en finnur samt smá loft, og lætur vaða í síðasta sinn, þá öskrar bóndinn: “SNATI! VILTU DRULLA ÞÉR UNDAN STÓLNUM ÁÐUR ENN MANN FJANDINN SKÍTUR Á ÞIG!”.