Maður einn keyrði eftir fáförnum vegi, þegar hann allt í einu sá nunnu standa við vegarbrúnina og veifa merkis um að hana vantaði far. Maðurinn stoppaði og bauð henni far með sér. “Ertu að fara langt?” spurði hann nunnuna. -“Að næstu krossgötum”, svaraði nunnan. -“Þá verð ég að fá það hjá þér”, sagði maðurinn, frekar í gamni en alvöru. En honum til mikillar undrunar tók nunnan vel í þetta og sagði að hann myndi fá sitt er þau kæmu að næstu krössgötunum. En hann yrði að taka sig aftan frá. Þetta samþykkti hann og keyrði áfram þar til að krossgötunum kom. Þar fóru þau bæði út úr bílnum. Nunnan fletti upp um sig pilsinu og beygði sig fram með afturendann að manninum, sem var ekki lengi að gera þarfir sínar. Að þessu loknu sagðist hann gjarnan vilja hitta hana aftur og spurði hvað hún héti. -“Ég heiti Jón Jónsson, og er að fara á grímuball,” var svarað…
——————————————– —————

Majeski var standandi fyrir utan stórt hótel í Varsjá og hann var allsnakinn. Lögregluþjónn greip hann glóðvolgan. -“Jæja gæskur” sagði löggan. “Best að vefja einhverju utan um þig og svo förum við á stöðina.” -“Bíddu aðeins” æpti Majeski. -“Já en þú getur ekki staðið hérna allsnakinn!” -“Já en ég er að bíða eftir kærustunni minni” sagði Majeski með tárin í augunum. “Áðan vorum við heima hjá mér uppi í sófa og þá fór hún að stynja svo undarlega og sagði að við skyldum drífa okkur úr fötunum og gera eitthvað skemmtilegt. Mig langaði að fara í bæinn og sennilega hef ég verið á undan henni…”
——————————————- ———————-


Lykla Pétur og Guð eru að leggja
síðustu hönd á konuna áður en að þeir setja hana á jörðina.
“Taugaendarnir,” segir Pétur. “Hvað eigum við að setja marga í lófa
hennar?”
“Hvað settum við marga í Adam?” spyr Guð. “Tvö hundruð, ó þú mikli
Guð,” svarar Pétur.
“Þá gerum við það sama fyrir hana,” segir Guð.
“Hversu marga taugaenda ættum við að setja í kynfæri hennar?” spyr Pétur
aftur.
“Hvað settum við marga í Adam?” spyr Guð.
“Fjögur hundruð og tuttugu, ó þú mikli Guð” svarar Pétur.
“Auðvitað, við settum svona marga til að Adam gæti fjölgað mannkyninu og
fundist það gott í leiðinni, var það ekki? Gerum það sama fyrir konuna.”
segir Guð.
“Já, ó mikli Guð,” segir Pétur.
“Nei bíddu,” segir Guð. “Skítt með það, láttu hana hafa tíu þúsund.
Ég vil að hún æpi nafnið mitt!”
———————————————- ——————-


Sérvitur heimspekiprófessor var með lokapróf eftir heila önn og nemendum til mikillar furðu var bara ein spurning á prófinu þó að kúrsinn hefði fjallað um ýmsa þætti heimspeki og rökfræði.

Stúdentarnir voru sestir og tilbúnir í slaginn þegar prófessorinn stóð upp, lyfti stólnum sínum upp á borð og skrifaði síðan á töfluna „Notið alla þá vitneskju sem þið hafið aflað ykkur á þessu námskeiði til að sanna að þessi stóll sé ekki til.“

Pennar og blýantar flugu af stað, strokleður strokuðu og blað eftir blað fylltist af fræðilegum skrifum. Sumir stúdentarnir skrifuðu allt að 30 til 40 blöð þá þrjá tíma sem prófið stóð og reyndu með því að hafna tilvist stólsins.

Engel, aftur á móti, stóð upp eftir tæpa mínútu, afhenti blaðið sitt og gekk út.

Þrem vikum seinna voru einkunnir gefnar út og þá kom í ljós að Engel hafði fengið 10 á meðan aðrir próftakar voru allir með undir 7. Þetta gat enginn skilið: hvernig Jónas gat fengið svona hátt, þrátt fyrir að hann hefði skilað inn blaðinu eftir aðeins eina mínútu. Einhver kærði úrslitin og þá kom í ljós að Jónas hafði bara skrifað tvö orð:

„Hvaða stóll?“


Takk fyrir mig,


KV, 1950