Hvernig færðu fíl upp í tré?
Planta trjáfræi og fá fílinn til að standa á því dáldið lengi!

Hvernig nærðu fíl niður úr tré?
Fæ hann til að standa á laufblaði og bíð svo eftir haustinu.

Hvers vegna eru krókódílar langir, þunnir og flatir?
Þeir sitja undir trjánum á haustin.

Út af hverju féll fyrsti fíllinn niður úr trénu?
Af því hann var dauður.

Út af hverju féll annar fíllinn niður úr trénu?
Af því hann var límdur við fyrsta fílinn.

Út af hverju féll þriðji fíllinn niður úr trénu?
Hann hélt að þetta væri leikur.

Út af hverju féll tréð um koll?
Það hélt að það væri fíll.

Hvers vegna er ekki ráðlegt að fara inn í frumskóginn milli 3 og 4 á næturnar?
Þá eru fílarnir að stökkva niður úr trjánum.

Hvers vegna eru frumskógardvergar svona samanreknir?
Þeir fóru inn í frumskóginn milli 3 og 4 á næturnar.