Jæja gott fólk nú var minn svo heppin að ná sér í vírus eða spyware (held ég að þetta sé kallað) sem lýsir sér þannig að það er alltaf endalaust af popup gluggum að hoppa upp sem að er ekki hægt að loka (ctrl alt og del er bara orðið e-h óvirkt hjá mér) Ég virðist ekki geta sett upp nein forrit eins og norton og þessir pop up gluggar eru alltaf í einhverjum forgang á skjánum og það er alveg sama hvað ég reyni windows D, ctrl alt og del þá er ekki hægt að gera útaf við þá. Svo er alltaf endalaust af einhverjum ie gluggum.

Erum við að dansa hérna ? fattar mig einhver það yrði frábært ef að einhver lumaði á einhverjum ráðum til að losna við þetta ógeð án þess að formata.