Tölvan mín er allt í einu orðin eitthvað skrítin :S Ef ég er að leika mér eitthvað í Photoshop þá frís það alltaf þegar ég ætla að fara að vista. Svo ég prófaði að gera Print Scrn og inn í paint til að vista myndina. Það tókst að fara inn í Save As.. en þar gat ég ekki leitað til þess að færa myndina inn í rétta möppu. Þá fraus allt.

Annað atriði er líka að annað slagið dettur bara barinn hérna neðst út (Quick lunch, start, klukkan og það allt) og það er bara svart í staðin. Þá get ég ekki valið neitt. Ég kemst bara í það sem er uppi í augnablikinu. Ég var bara svo heppin að vera með Internetið uppi svo ég get skrifað hérna.
Ég get ekki farið inn í þetta aftur ef ég fer í minimize.

Svo kemur ekki upp glugginn þegar ég geri Ctrl+Alt+Delete þannig að ég get ekki gáð hvort að það sé eitthvað forrit sem er að vinna sem ég sé ekki.

Veit einhver hvað er að ?? Ég er búin að láta vírusvörnina og SpyBot fara yfir tölvuna til að tékka hvort að það sé einhver vírus en það finnst ekki neitt.
Shadows will never see the sun