Nýi hugi er handan við hornið Kæru Hugarar og gestir

Eftir þrotlausa vinna og gífurlega langan tíma hefur okkur loksins tekist að ljúka þeim markmiðum sem við settum okkur til að geta skotið nýja Huga á loft. Við gerum ráð fyrir að á morgun (22. apríl 2012) mun nýi Hugi taka yfir. Það sem við gerðum í stuttu máli var að taka öll gögnin og búa til nýjan vef frá grunni en samt fylgja í grófum dráttum Huga pælingunni með að hafa áhugamál, korka, greinar o.s.f.v.

Umskiptin fara þannig fram að eftir hádegi á morgun verður Huga lokað í einhverja klukkutíma og svo fer hann aftur upp með nýja vefnum. Útaf öryggisástæðum mun nýi Hugi ekki innskrá notendur sjálfvirkt ef þeir voru með stillt á “muna mig” í gamla. Því mæli ég með að fólk breyti lykilorðinu sínu ef það man það ekki lengur. Einnig er alltaf góð hugmynd að hafa virkt tölvupóstfang skráð.

Notum núna tímann til þess að kveðja gamla Huga og þakka honum fyrir næstum 12 ára gott starf. Minnumst góðu og slæmu stundanna og allra góðu og slæmu Hugaranna :)

Kveðja,
Vefstjóri, Forritarinn og Ritstjóri