Það er alveg sorglegt hvað vantar almennt tölvuver hér í borg. Það var eitt sinn fyrirtæki sem hét xnet.is og þeir buðu upp á svoleiðis þjónustu þar sem maður gat komist í myndlesi, prentara, leiki, internet o.s.frv. gegn vægu gjaldi. Hvað varð um það?

Það er fyrirtæki í bandaríkjunum sem heitir Kinko's, og það alveg mokgræðir á svona þjónustu. Af hverju geta menn ekki grætt á þessu hér?