Ég hef sjaldan nennt að renna í gegnum þennan vef vegna þess hver stór hann er en í dag renndi ég lauslega í gegnum greinar í dulspeki, “harðkjarna” og nokkrum öðrum flokkum.

Annað eins kjaftæði hef ég aldrei séð á nokkrum vef. Fólk er að senda inn greinar með þeim eina tilgangi að safna stigum eða segja tvær stuttar setningar eins og “þetta rúlar” / “þetta sökkar”.

Ef áhugamálavefur eins og Hugi á að ganga þá verður fólk að skrifa það sem því liggur á hjarta og þá meina ég tjá sig um málið í meira heldur en nokkrum línum.

Fólk fer inn á dulspeki og skrifar “grein” um að það haldi að það sé líf í geimnum. Rökstuðningur? Já sko pöddur eru til og þá hlýtur eitthvað vera til í geimnum.

Ég vill með þessari grein hvetja fólk til að skrifa greinar sem einhver gæti mögulega haft áhuga á að lesa í stað þess að sóa bandvídd minni með þessum fíflaskap.