Já sælir hugarar sem skoða þetta svæði. Ég hef soldið verið að pæla í því að fá mér tattú, og væri til í smá upplýsingar og skoðanir ef fólk má vera að því að svara.

Í fyrsta lagi þá er tattúið sem ég er að pæla í ekki stórt, mig langar að fá mér fána, sem er þá með brot í miðjunni og það yrði íslenski fáninn öðru megin brotsins og breski hinum megin (ólst upp í englandi). Svo í fyrsta lagi var ég að pæla í að fá mér það annað hvort á upphandlegginn eða á herðablaðinu, og væri alveg til í skoðanir frá fólki hvort þeim finnst flottara.

Svo var ég að pæla í því hvaða tattústofur væru taldar góðar hér og einnig með ekki of hátt verð þar sem þetta er einfalt tattú og ætti ekki að taka langan tíma. Svo og ef einhver hefur einhverja slumpaða tölu á því hvað svona lítið og einfalt tattú kostar svona venjulega væri einnig ágætt. (er nefnilega að íhuga hvort ég eigi kannski að fá mér bara í englandi þegar ég fer í sumar, ef það er ódýrara).

Skoðanir/svör væru vel þegin og skítköst þó ég viti ekki hvernig það væri hægt hér eru illa séð :P