Ókei ég ætla að deila með ykkur verstu reynslu minni af götun.

Fyrir viku síðan fékk ég mér sjötta gatið mitt í eyrað. Ég lét setja það frekar ofarlega á eyranu og allt í góðu með það. Nema hvað þegar kona skaut þá misheppnaðist e-ð og hún þurfti að taka lokkinn úr og skjóta aftur , sem var ekki mjög þægilegt. En allavega þegar 4 dagar voru liðnir síðan þá rak vinkona mín sig í mig og varð alveg svakalega aum og svo bólgnaði allt upp. Ég ákvað að vera ekkert að fikta í þessu og vera bara dugleg að þrífa í kringum lokkinn og svona en svo vaknaði ég einn morguninn 2 dögum eftir að það byrjaði að bólgna og þegar ég leit í spegilinn þá var eyrað á mér orðið tvöfalt þykkara, mjög rautt og það sást ekki lengur í hausinn á eyrnalokknum af því að bólgan var eiginlega kominn upp fyrir hann :/:/.
Ég fór upp á slysó í hádeginu sama dag og það voru fengnir tveir læknar að sjá um mig. Það tók þau allaveg 1 klukkutíma að átta sig á því hvernig þau ættu að fara að þessu og þau létu mig leggjast á hliðina með bakið að þeim. Ég veit ekki hvernig þau fóru að þessu en eftir svona sirka hálftíma af því að reyna að taka eyrnalokkinn í sundur tókst það og það tók mig svona 2-3 klukkutíma að jafna mig af því að þetta var svo vont.

( ég held ég hafi aldrei grátið eins mikið)


En niðurstaðan var að það hafi komst sýking í gatið svo bólgnaði það upp af því að það safnaðist svo mikill gröftur inn í gatinu.
Núna er ég samt á sýklyfjum í eitthvað ákveðinn tíma , tek verkjalyf eins og ég veit ekki hvað og vona bara að bólgan hjaðni sem fyrst :)