Hæ allir saman,

ég vildi bara sjá hvort einhver hefur einhverja reynslu af því að sjá um ör eftir götun.

Málið er semsagt það, og þetta hef ég talað um áður hér á /hudflur, að fyrir mörgum árum var ég piercuð í nefið af piercara á stofu úti í Danmörku (ég bjó þar). Ég var svona 14 ára, og vissi ekki rosalega mikið um þetta. Gatarinn semsagt gataði mig með byssu og setti eyrnalokk í nefið mitt!! Með svona huge festingu og allt! Og ég vissi ekki rosalega mikið þannig ég var bara með þetta, þreif þetta samviskusamlega og svona, þó það var erfitt út af festingunni.

Svo fór ég náttúrulega að bólgna eftir nokkra daga og þá var þetta rosalega vont af því festingin hélt þessu algjörlega föstu. Ég tók bólgueyðandi og þreif extra vel og svona, var með lokkinn áfram í einhverjar vikur. Bólgan hvarf alveg en svo fór ég að fá ofnæmisviðbrögð því þessi auli hafði náttúrulega skotið nikkel lokk í mig og ég er með alveg svakalega heiftarlegt nikkel ofnæmi. Ég fór að sjálfsögðu bara á baðherbergið og tók lokkinn úr, sem tók FOREVER út af festingunni og lélegu aðgengi haha.

En semsagt allt þetta fór rosalega illa með nefið mitt í dag, og núna í dag, 6 árum síðar, er ég ennþá með ljótt ör. Það hefur farið skánandi, en rosalega hægt. Í dag er það á sínu skásta tímabili, og stendur ekki út lengur eins og það gerði, en það á það til ennþá að verða rautt, og skiljanlega vil ég losna við þetta!

Hvað ráðleggið þið mér? Ég hef reynt allt frá því að þrífa þetta daglega út í græðandi krem út í að fara á einhver lyf sem húðsjúkdómalæknir lét mig fá fyrir löngu. Ef ég sting í þetta kemur foss af blóði.. Hvað á ég að gera?

Ég er líka með svipuð svona ör í báðum eyrum og þar hef ég sko ekki verið með lokka í mörg, mörg ár. Þau ör eru samt öðruvísi, ef ég krem þau eða rekst fast í þau fæ ég rosalega illt, ég fæ aldrei illt í nebba örið.

Jæja allir saman sem nenntu að lesa, hvað mynduð þið gera?

PS. Ég hef fengið þá pælingu að láta stinga aftur í þetta og fá lokk sem hylur þetta, en ég er frekar hrædd við það.. Held líka að það myndi sjást hvort er eð og gera það enn verra :S

Bætt við 27. febrúar 2008 - 14:46
Vildi nefna það að á innanverðu nefinu er ég með svona kúlu, útstæða. Ég var semsagt einu sinni með það líka á utanverðu en hún er horfin með tímanum, þannig ég veit að þetta er að gróa, en aaaallt of hægt. Og ég veit að ég mun aldrei losna við örið sjálft, hins vegar á ég að geta losnað við það að það verði rautt??