Jæja hvernig líst fólki á þetta allt saman? Er ekki málið að skella sér til eyja einhverntímann og kíkja á þetta og taka nokkra leiki?

Fyrsta street/inline hokkí aðstaðan á Íslandi og það í eyjum, magnað ekki satt?

Ef þið viljið fá svona í Reykjarvík eða annarsstaðar að þá er bara að láta skautafélögin senda íþróttaráði bréf, eða þið sjálf, um einhverja svona aðstöðu og ekki gefast upp!

Hokkíið í Eyjum byrjaði fyrir svona 3 árum og vorum við fjórir að leika okkur (þar á meðal ég) og svo núna erum við komnir með æfingaaðstöðu!

Hokkíið er að stækka mjög mikið nú til dags og ég gæti ekki verið ánægðari!! Loksins að æfa hokkí hehe :D
<br><br>——-
the MutaNt hockey player - You play you pay you bastard!
x ice.MutaNt