New York  Islanders tapa stórt Philadelphia Flyers - 6

New York Islanders - 2

Eftir 31 sekúndur í leiknum vissu New York Islanders að þetta yrði ekki þeirra kvöld.

Justin Williams skoraði fyrsta markið fyrir Flyers þegar 16 sekúndur voru búnar af leiknum. Hann tók pökkinn á sínu svæði og skautaði að marki Islanders og tók úlniðarskot fram hjá Chris Osgood, markmanni Islanders.

Eric Weinrich skoraði 16 sekúndum seinna eftir að dómarakast hafði verið á svæði Islanders, hann skaut úlniðarskoti sem rakst í leikmann fyrir framan markið og inn í markið til að gera stöðuna 2-0 fyrir Flyers.

Brad Isbister skoraði svo fyrsta markið fyrir Islanders er Dave Scatchard skautaði vinstra megin að markinu og gaf sendingu fyrir markið sem Isbister tók við og skoraði til að gera stöðuna 2-1, Flyers í hag.

En þetta var ekki búið hjá Flyers…

Jeremy Roenick var hægra megin við markið og fékk sendingu frá Eric Weinrich og skaut viðstöðulaust uppí efra hægra hornið á markinu til að gera stöðuna 3-1. Keith Primeau gerði svo stöðuna 4-1 en Justin Williams og Simon Gagne voru með frábært spil og gáfu í lokin á Primeau sem tók bakhandarskot í markið.

Jeremy Roenick bætti við öðru marki sínu á powerplay til að gera stöðuna 5-1!

Alls skoruðu Flyers 5 mörk í 1. leikhluta sem var frábær byrjun á hokkí leik.

Brad Isbister skoraði svo annað mark sitt í leiknum til að gera stöðuna 5-2 en Michal Handzuz gulltryggði síðan sigurinn með marki þannig að lokastaðan var 6-2 í þessum frábæra leik.

Svo verð ég að minnast á að Jeremy Roenick stóð sig frábærlega í leiknum. Hann skoraði tvö mörk í leiknum og þar á meðal sigurmarkið svo lenti hann í slag við Roman Hamrlik og vann slaginn, hann náði meiraðsegja Hamrlik ír treyjunni og brynjunni áður en hann datt. :)

3 stjörnur kvöldsins:

- Jeremy Roenick (PHI), tvö mörk í leiknum, sigurmarkið og vann slag. :)
- Brad Isbister (NYI), skoraði bæði mörkin hjá Islanders.
- Robert Esche (PHI), gerði 22 vörslur fyrir Piladelphia.
x ice.MutaNt