Detroit koma sterkir inn og vinna 7-3 Pittsburgh Penguins - 3

Detroit Red Wings - 7

Sergei Fedorov skoraði “hat-trick”, eða þrennu í leiknum er Red Wings rústuðu Penguins 7-3.

Alexei Kovalev byrjaði á því að skora með frábærum einleik. Hann skautaði kringum “body-checkið” hans Mathieu Dandenault hjá bláu línunni og var þá laus og skaut slapskoti fram hjá Manny Legace, markmanni Red Wings.

Eftir það kom Luc Robitaille og skoraði tvö mörk á einni mínútu millibili og gaf Red Wings 2-1 forsytu í leiknum.

En síðan eftir hléið þá var það bara Sergei Fedorov. Hann skoraði tvö mörk á 5 mínútum og kláraði síðan þrennuna sína er Fedorov, Brett Hull og Brendan Shanahan voru í sókn og Fedorov sendi pökkinn á Shanahan þannig að vörnin hjá Penguins var í Shanahan og svo sendi Shanahan pökkinn á Fedorov sem skaut honum inn og var þetta 5 þrennan hans á hans ferli.

Staðan var orðin 5-1 fyrir Red Wings er Kovalev skoraði aftur en það ætlaði ekki að duga.

Ville Nieminen skoraði þriðja mark Pittsburgh en Detroit svaraði því með tveim mörkum í viðbót en voru það Jiri Fischer og Nicklas Lidstrom.

Detroit eru núna komnir í fyrsta sæti eftir þennan sigur en Minnesota og Dallas eru þar rétt á eftir.

3 stjörnur:

1. Sergei Fedorov (DET), skoraði þrennu í leiknum og var eitt mark af því sigurmarkið.
2. Luc Robitaille (DET), skoraði tvö mörk í leiknum og stóð sig vel.
3. Alexei Kovalev (PIT), skoraði tvö af þremur mörkum Pittsburgh.

Önnur úrslit:

Los Angeles Kings - 6
NY Rangers - 2
———————–
New Jersey Devils - 2
Buffalo Sabres - 1
———————–
Washington Capitals - 2
Tampa Bay Lightning - 3
———————–
San Jose Sharks - 5
Columbus Blue Jackets - 4
x ice.MutaNt