Flyers rústa Canadiens 6-2 <img src=“C:\Documents and Settings\Administrator\Desktop\Siggi\phi38.gif”> Philadelphia Flyers - 6

<img src=“C:\Documents and Settings\Administrator\Desktop\Siggi\mon38.gif”> Montreal Canadiens - 2


Keith Primeau og Michal Handzuz skoruðu báðir tvö mörk fyrir Philadelphia Flyers er þeir rústuðu Montreal Canadiens 6-2.

Marty Murray byrjaði á því að skora fyrir Flyers en Canadiens svöruðu fyrir það er Saku Koivu skoraði og jafnaði leikinn.

Flyers tóku síðan 4-1 forystu í 2. leikhluta þegar Primeau skoraði og Handzuz svo með tvö mörk.
Primeau var fyrir framan markið og fékk sendingu frá Justin Williams og lyfti síðan pökknum yfir markmamm Flyers.

Fyrsta markið hans Handzuz kom þegar Todd Fedoruk reyndi að senda pökkinn þvert yfir ísinn á vallarhelmingi Montreals en rakst síðan í Handzuz og fór inn.
Annað markið hans kom þegar Paul Ranheim var að elta pökkinn inná svæði Montreals og náði honum og sendi hann á Handzuz til að skora annað markið sitt í leiknum.

Richard Zednik skoraði í 3. leikhluta til að gera stöðuna 4-2 en Primeau skoraði skömmu seinna annað markið sitt í leiknum og svo fylgdi Pavel Brendl eftir á til að gulltryggja sigurinn.

Flyers voru mun sterkari í þessum leik en fengu á sig meiri brot en Canadiens.

Flyers voru með 8 refsismínútur en Canadiens bara 4.

3 stjörnur:

- Michal Handzuz (PHI), Var með 3 stig í leiknum og skoraði sigurmarkið.
- Roman Cechmanek (PHI), stóð sig frábærlega í markinu fyrir Flyers.
- Keith Primeau (PHI), skoraði tvö mörk í leiknum og stóð sig frábærlega.

Önnur úrslit:
Florida - 3 Minnesota - 3
NY Islanders - 5 Chicago - 2
——————————————–
San Jose - 2 St. Louis - 2
Nashville - 1 Edmonton - 1
——————————————–
Colora do - 3 Ottawa - 2
Phoenix - 2 Boston - 2
——————————————–
Dallas - 3 Anaheim - 2
Calgary - 3 Vancouver - 2
x ice.MutaNt