Mario Lemieux tilnefndur leikmaður vikunnar Mario Lemieux hjá Pittsburgh Penguins var efstur í stigum með 8 stig (2 mörk, 6 stoðsendingar) í þremur leikjum og var þess vegna tilnefndur leikmaður vikunnar frá 13 Október til 20 Október.

Spilandi á línu með Alexei Kovalev og Aleksey Morozov byrjaði Lemieux vikuna með 4 stig (2 mörk og 2 stoðs.) í 5-4 <a href="http://www.hugi.is/hokki/greinar.php?grein_id=54 781"> sigri þeirra á Toronto </a> sem var 14 Október. Lemieux náði síðan 3 stoðsendingum í 3-2 sigri þeirra á Atlanta Thrashers se mvar 16 Október og í lokin var hann með eina stoðsendingu í 3-3 jafntefli þeirra við Tampa Bay Lightning þann 19 Október.

Lemieux varð 37 ára snemma í þessum mánuði en hann er nú efstur í stigum með 11 stig (4 mörk og 7 stoðs.) af öllum leikmönnum.

Þetta er 24 skipti sem Lemieux er tilnefndur leikmaður vikunnar en hann er annar í listanum. Wayne Gretzky er þar efstur með 44 skipti.
x ice.MutaNt