Kings vinna Mighty Ducks 4-2 <B> Los Angeles Kings - 4 </B>

<B> Anaheim Mighty Ducks - 2 </B>

Jason Allison skoraði jöfnunarmarkið þegar 6 mínútur voru búnar af 3. leikhluta og leiddi Los Angeles Kings í 4-2 sigur á Anaheim Mighty Ducks þannig að Los Angeles Kings eru ósigraðir enn sem komið er.

Bara 51 sekúndum eftir að Mighty Ducks skoruðu fékk Allison sendingu frá Mikko Eloranta og tók úlniðarskot í efra vinstra hornið fram hjá Jean-Sebastian Giguere, markmanni Mighty Ducks til að gefa Kings þeirra þriðja sigur í leiktíðinni.

Eftir að hafa byrjað leiktíðina með sigri á heimavelli St. Louis Blues hafa Mighty Ducks tapað þrisvar sinnum í röð með sömu markatölunni, 4-2 og þar á meðal 2 í einu á heimavelli.

“Við þurfum virkilega að fara horfa í spegilinn,” sagði miðjumaður Anaheim's, Steve Rucchin. “Við eigum að fara sjá fyrir spilunum, sérstaklega á heimavelli. Það var ekki að gerast um leið og leikurinn byrjaði.”

“Augljóslega þá er niðurstaðan ekki eins og við vildum hana,” sagði þjálfari Mighty Ducks, Mike Babcook. “Í byrjuninni þá vorum við bara að slæpast. Það er ótrúlegt, okkar besta lína í leiknum var fjórða línan. Þetta eru ekki eldflaugavísindi. Það lið sem vinnur mest mun vinna 95% af tímanum.”

Bryan Smolinski, Adam Deadmarsh og Erik Belanger skoruðu líka fyrir Los Angeles en þeir voru án einn aðalsóknarmanna sinna, Zigmund Palffy en hann er meiddur. Jamie Storr, markmaður Kings, varði 31 skot í leiknum.

Giguere var líka sterkur en hann gerði 34 vörslur og þar á meðal stoppaði hann Allison, Smolinski og Deadmarsh á hraðarupphlaupum (einn á móti markmanni).

Þegar tíminn var að líða í markalausum 1. leikhluta gaf fyrrum leikmaður Kings, Dan Bylsma, Mighty Ducks forystu en hann endurspeglaði skoti Keith Carneys fram hjá Storr 7 sekúndum áður en leikhlutinn var búinn.

Forystan var stutt er Smolinski skoraði þegar 91 sekúndur voru búnar af 2. leikhluta.

Saklaust skot frá varnarmanni Kings, Jaroslav Modry en hann skaut frá vinstra horni. Pökkurinn rétt kom við Giguere og rann hægt að marklínunni og áður en Giguere gat fundið pökkinn kom Smolinski og ýtti honum inn til að jafna leikinn.

Los Angeles, sem hafa ekki tapað fyrir Mighty Ducks síðan 4 Mars, 2001, tóku forystuna þegar 3 mínútur voru búnar af 3. leikhluta þegar Deadmarsh skaut slapskoti yfir vinstri öxl Giguere.

“(Jaroslav Bednar) var með sendinguna til mín og ég bara reyndi að koma skoti af eins hátt og ég gat,” sagði Deadmarsh. “Og augljóslega fór hann inn og það nægði mér.”

En Anaheim barðist aftur inní leikinn og jöfnuðu 2-2 er Rucchin skoraði 2 mínútum seinna.

Belanger eyðilagði endurkomu Anaheims í leikinn með “empty-net” marki fyrir Kings, sem fara heim og spila tvo leiki áður en þeir fara á 5-leikja ferðalag.

Mörkin hjá Anaheim: Dan Bylsma (1) og Steve Rucchin (1).

Mörkin hjá Los Angeles: Bryan Smolinski (1), Adam Deadmarsh (1), Jason Allison (1) og Erik Belanger.

3 stjörnur kvöldsins:

- Jason Allison (LA), skoraði sigurmarkið í leiknum.
- Jamie Storr (LA), stoppaði 31 skot frá Anaheim og var það mikill þáttur í sigri Kings.
- Steve Rucchin (ANA), skoraði jöfnunarmarkið fyrir Anaheim.
——————————————— ———————-
Önnur úrslit:

Atlanta Thrashers - 2
Pittsburgh Penguins - 3
————————-
Boston Bruins - 6
Vancouver Canucks - 3
x ice.MutaNt