Pittsburgh Penguins - 5

Toronto Maple Leafs - 4

Pittsburg Penguins voru ekki með nein ráð við fyrstu línu Maple Leafs. En Alexei Morozov og Mario Lemieux séðu um að það skipti ekki máli.

Morozov skoraði tvisvar á powerplay og Lemieux skoraði sigurmarkið er Penguins unnu Maple Leafs 5-4.

Í 6-0 sigri Torontos á seinasta fimmtudag í Pittsburgh gerðu topp lína Torontos, sem skipuð er Darcy Tucker, Alexander Mogilny og Mats Sundin bara 11 stig í þeim leik, en í þessum bara 5 stig.

En hvenær sem einhver stjarna í Toronto skoraði, svaraði Morozov því með marki. Hann gaf Pittsburgh 3-2 forystu þegar 51 sekúndur voru eftir af 2. leikhluta og skoraði 3 mínútum eftir að Darcy Tucker jafnaði leikinn 3-3.

Á fyrsta marki Morozovs lokkaði Lemieux til sín tvo varnarmenn þannig að Morozov var opinn. Morozov var í sinni stöðu og Lemieux sendi pökkinn til hans sem gabbaði síðan Trevor Kidd, markmann Torontos og skoraði.

Eftir að lágskot Tuckers fór fram hjá Johan Hedberg, markmanni Pittsburgh kom Morozov aftur og skaut úlniðarskoti fram hjá Kidd.

En það var flotta spil Lemieux fyrir aftan markið sem ákvað leikinn. Eftir að Kidd varði skotið hans Morozovs, fór pökkurinn bakvið amrkið til Lemieux sem laumaði pökknum undir hlífar markmannsins.

“Hann hefur gert þetta 100 sinnum.” Sagði Kidd um mark Lemieux. “Þetta er týpa af leikmanni sem hann hefur verið og þetta er það sem honum líkar að gera.”

Lemieux var með svö mörk og sameinast með Morozov til að gera það 8 stig í leiknum. Pittsburgh skoraði fjórum sinnum á sérstökum liðum.

Eftir að þjálfari Pittsburgh, Rick Kehoe, setti Morozov, Lemieux og Alexei Kovalev saman á fyrstu línu hafa þeir safnað saman 19 stigum síðan leiktíðin byrjaði.

“Hann hefur verið að spila frábærlega síðastliðna leiki.” Sagði Lemieux um Morozov. “Síðustu tvo leiki hefur hann verið besti leikmaðurinn útá ísnum, farið að markinu og gert góð spil. Hann hefur mikla möguleika og hann er að fá sjálfstraust núna, sem er frábært.”

“Það er alltaf skemmtilegt ef þú spilar með besta leikmanninum í deildinni,” bætti Morozov við. “Það er mjög gaman að spila með honum og þegar þú vinnur leik þá eru allir ánægðir og allir að skemmta sér allan leikinn.”

Pittsburgh unnu líka leikinn þótt að Toronto skaut mun meira að markinu en eftir tvo leikhluta þá voru Leafs með 27 skot og Pengins 8.

Pittsburgh voru líka heppnir þegar 24 sekúndur voru eftir. Alexander Mogilny skoraði jöfnunarmarkið til að gera stöðuna 5-5 en markið var dæmt af vegna þess að markið var laust á ísnum.

“Það eina sem ég veit er að það var krækt mjög harkalega í mig þegar þetta gerðist,” Sagði vinstri vængur Torontos, Shayne Corson, sem var bakvið markið þegar flautan fór af. “Ég vissi eiginlega ekki að markið væri laust.”

Toronto skoraði fjórum sinnum með einum manni fleiri. Tie Domi skoraði annað mark sitt á leiktíðinni snemma í 1. leikhluta til að gera stöðuna 1-0.

Lemieux jafnaði þegar 9:59 voru eftir af leikhlutanum er hann skaut slap skoti fram hjá Kidd.

The Maple Leafs regained the lead when Sundin scored his 400th career goal with 10:06 remaining in the second. He became the first Swedish player to accomplish the feat and 70th player overall.

Maple Leafs tóku aftur forystuna þegar 10:06 voru eftir af 2. leikhluta. Hann varð 1. sænski leikmaðurinn til að gera 400 mörk í ferli sínum og sjötugasti í sögu NHL.

Til hamingju með það Sundin. ;)

þrátt fyrir að vera að sækja einn og að vera “body-checked” þá jafnaði Ville Niemenen á penalty kill Pittsburgh þegar 4 mnínútur voru eftir af 2. leikhluta.

“Þetta eru tveir frábærir leikmenn og þeir voru að spila góðan leik,” sagði hægri vængur Toronto's, Mikael Renberg um lemieux og Morozov. “Ég hélt að við hefðum spilað vel í 2. og 3. leikhluta en svo var ekki.”

Mörkin hjá Pittsburgh; Mario Lemieux (2), Alexei Morozov (2) og Ville Niemenen (1).

Mörkin hjá Toronto; Mats Sundin (1), Darcy Tucker (1), Alexander Mogilny (1) og Tie Domi (1).

3 stjörnur kvöldsins:

- Mario Lemieux (PIT), var með fjögur stig í leiknum og skoraði sigurmarkið.
- Alexei Morozov (PIT), var með fjögur stig og var með stoðsendinguna í sigurmarki Lemieux.
- Mats Sundin (TOR), var með 2 stig í leiknum og skoraði þar á meðal 400 markið sitt á ferli sínum.
———————————————– ——————-
Önnur úrslit:

Calgary Flames - 3
Vancouver Canucks - 2
————————-
Boston Bruins - 2
Colorado Avalanche - 1
————————-
Phoenix Coyotes - 4
Columbus Blue Jackets - 2
x ice.MutaNt